Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
Sæl, má ekki fara í nudd á fyrsta þriðjungi? Ég hef heyrt að sumstaðar (erlendis amk) er verið að neita konum um nudd þegar þær eru á fyrsta þriðjungi. Ef svo er, að það sé ekki æskilegt, af hverju er það?
Jú endilega að njóta þess að fara í nudd!
Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.
Góðan dag. Eg átti að byrja á blæðingum 24. Feb en ekkert hefur bólað a þeim. Svo eftir hadegi i gær tek eg próf og þa kemur mjög ljós bleik lína en se hana greinilega, tek svo 2 núna i morgun eitt svona a strimil og hún sést varla og annað á dýrara próf og staðan eins og í gær sést bleik mjög mjög ljós lína. Ég er með túrverki en enginn önnur einkenni. Seinast þegar eg var ólétt var eg kominn með einkenni aður en eg tok próf og línan kom alltaf greinilega. Getur verið að egglos hafi verið seinna í mánuðinum og hsg er ekki orðið nogu mikið? Hvað annað getur útskýrt enginn einkenni og mjög ljósar línur? Takk fyrir :)
Sæl, já það er líkleg ástæða og það getur tekið svolítinn tíma fyrir línuna að verða dökka. Það er engin meðganga eins þannig að það er alveg eðlilegt að finna minni og öðruvísi einkenni á þessari meðgöngu miðað við síðustu. Innilega til hamingju!
Góðan dag, Ég átti dóttur mína fyrir 7 mánuðum og ég er ekki ennþá búin að fara á blæðingar. Ég var að hætta alveg með hana á brjósti í vikunni en hef einungis verið að gefa henni brjóst 2x á dag sl. mánuðinn. Takk fyrir frábæran vef :)
Sæl, það er alveg eðlilegt, það getur tekið smá tíma fyrir blæðingarnar að koma eftir að brjóstagjöf lýkur.
hæ ég er komin 8 vikur og ég fékk mér eina takko med sósu sem var trúlega ónítt hún var samt ekki meiglud pínu vont bragd tarf ég ad hafa áhuggjur af ÞVÍ
Sæl, svo lengi sem þér líður vel - ekki með hita, uppköst, niðurgang o.s.frv. þarftu ekki að hafa áhyggjur.
Góðan dag og takk fyrir frábæran vef! Mig langaði að kanna hvernig þetta er með að fá stingi snemma á meðgöngu. Ég er semsagt komin 4 vikur en komst að þunguninni frekar snemma, eða við 3v+4d. Ég er búin að vera að fá stingi aðallega hægra megin í nára og þar sem það er stutt síðan að ég upplifði dulið fósturlát þá er ég smá stressuð núna þangað til að ég kemst í snemmsónar. Ég man ekki alveg hvernig þetta var þegar ég gékk með dóttur mína því langar mig að vita hvort þessa sé alveg eðlilegt eða ekki? Gætu þetta verið togverkir svona snemma?
Sæl, það er eðlilegt að fá smá stingi til hliðanna í upphafi meðgöngu. Togverkirnir koma þó ekki alveg strax. Ef þetta eru verkir, sérstaklega ef þeir eru sárir og fara versnandi er það eitthvað sem þyrfti að skoða. Gangi þér vel!
Sælar og takk fyrir góðan vef. Ég átti barn fyrir 8 mánuðum síðan og hef ekki farið enn þá á blæðingar. Er með barnið mitt á brjósti. Spurning mín er sú get ég fengið egglos án þess að fara á blæðingar? Er ég búin að fá egglos í hverjum mánuði síðan ég átti barnið?
Sæl, nei ef barnið hefur verið eingöngu á brjósti og drukkið reglulega yfir sólarhringinn eru hverfandi líkur á að þú hafir fengið egglos á þeim tíma. En nú þegar barnið er farið að fá fasta fæðu er egglos og blæðingar líklegri til þess að láta á sér kræla. Egglos verður u.þ.b. tveimur vikum fyrir blæðingar þannig að þú færð fyrsta egglosið án þess að hafa farið á blæðingar á undan. Eftir þetta fyrsta egglos ættirðu hins vegar að fara á blæðingar og svo byrja á þínum reglulegu blæðingum. Þær geta reyndar verið óreglulegar til að byrja með, sérstaklega þar sem barnið er enn á brjósti.