Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
Má borða þorramat á meðgöngu eins og t.d sviðasultu? en harðfisk?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er í lagi að borða flestan þorramat, þar á meðal sviðasultu og harðfisk. Varast skal hrátt kjöt og fisk og fara varlega í mikið saltan mat. Þorramaturinn getur þó verið mikið unninn og getur farið illa í maga. Gott er því að gæta hófs þegar kemur að þorramatnum.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ Ég hef alltaf verið a reglulegum blæðingum en núna er ég 5 dögum fram yfir. Ég ákvað að taka þungunarpróf og það var jakvætt (öll 3). En ég finn ekki fyrir miklum einkennum smá svona d seiðing annað slagið og finnst brjóstin hafa aðeins stækkað (er samt ekki aum). Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Hafir þú fengið jákvætt þungunarpróf en nánast öruggt að um þungun sé að ræða. Á fyrstu vikum meðgöngunnar eykst magn þungunarhromóna í blóði og samhliða því geta einkenni tengd þungun farið að gera vart við sig. Þar sem þú er stutt gegnin er möguleiki á að einhver einkenni munu koma fram á næstu dögum og vikum. Það er þó mjög mismunandi milli meðganga hvaða einkenni birtast í upphafi meðgöngu og hversu mikil einkennin eru.
Ég hvet þig til að hringja á heilsugæsluna þína og bóka tíma hjá ljósmóður. Þá getur þú einnig fengið tækifæri til að spyrja spurninga og fá almennar ráðleggingar varðandi framhaldið. Gangi þér vel.
Góðan daginn og takk fyrir góðan vef. Ég fékk kyleena hormónalykkjuna i april þegar dottir min var 3 manaða en var alltaf með aukaverkanir og lét taka hana í desember. Ég held að blæðingar hafi verið byrjaðar en núna á eg að vera byrjuð á blæðingum skv tiðahring en er ekki byrjuð. Hvenær kemst þetta í jafnvægi aftur? Er enn með barn á brjósti.
Það er persónubundið hvernær tíðarblæðingar hefjast á ný eftir meðgöngu. Almennt byrja einstaklingar seinna á blæðingum sem eru með barn á brjósti. Geta þeir einstaklingar fegnið fyrstu tíðarblæðingar nokkrum mánuðum eða jafnvel 1-2 árum eftir eftir fæðingu. Þegar þú byrjar aftur á blæðingum eru líkur á að blæðingar séu ólíkar þeim sem voru fyrir meðgöngu. Gætu tíðarblæðingar verið minni eða meiri en áður. Þú gætir fengið meiri eða minni verki í tengslum við blæðingarnar en einnig geta þær verið óreglulegar fyrst um sinn. Með tímanum fer tíðarhringurinn að líkjast þeim sem hann var fyrir meðgöngu. Þá er gott að hafa einnig í huga að eftir að þú hættir á getnaðarvörn getur einnig tekið nokkra mánuði fyrir líkamann að fá aftur regluleg egglos.
Bkv. Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ Ég var að velta einu fyrkr mér varðandi þungunarprófin. Ég tók eitt í gær (sama dag og ég átti að byrja á blæðingum) sem sýndi gráa daufa línu (ekki fjolubláa eins og línan hinum megim) ákvað að taka annað próf í dag og þá var þessi gráa lína dekkri en þó ekki fjólublá. Skiptir liturinn á línunni einhverju máli? Þarf ég kannski að bíða fram í næstu viku til að taka annað próf? Hvert er þá næsta skref ef þungunarprófið reynist jákvætt?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég veit ekki um próf sem sýna annan lit en gæti verið að það sé sami litur en virki daufari. Best er að taka þungunarpróf á morgnanna (þá er sem mest af hormónonu hcg í þvaginu). Ef það koma 2 línur á þungunarpróf þá merkir það jákvæða niðurstöðu. Til hamingju með þungunina.
Næstu skref væri að heyra í ljósmóður í meðgönguvernd á þinni heilsugæslu (oftast í því hverfi sem þú býrð í). Þú biður um símaviðtal við ljósmóður og hún hefur samband við þig og ræðir við þig um þungunina og meðgönguvernd. Hér eru fínar upplýsingar á síðunni um fyrstu vikur meðgöngunnar og hvaða vítamín er ráðlagt að taka á meðgöngu. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Sælar, mig langar að forvitnast um næturvaktir á meðgöngu. Ég vinn vaktavinnu fram að 12 vikum og þá meðal annars 8 og 12 tíma næturvaktir, oftast nokkrar í röð. Þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur af því að það hafi áhrif á heilsu fóstursins eða framgang meðgöngunnar? Og hjálpar að hvíla sig vel á milli vakta eða reyna að leggja sig á vaktinni? Bestu þakkir.
Góðan dag, til hamingju með þungunina og takk fyrir fyrirspurnina,
Mikilvægast er að þér líði vel, farir vel með þig og hlustir á líkamann þinn. Næturvaktir hafa vissulega áhrif á líkamann og því þarf að passa að fá nægilega hvíld á milli vakta. Fyrstu 12 vikur meðgöngunnar geta reynst erfiðar, mikil þreyta, ógleði og fleira. Þú þarft að passa að drekka og borða vel á þessum tíma og huga að þér. Ef það er í boði að leggja sig á vaktinni þá væri það auðvitað frábært. Sjáðu hvernig þú ert á næturvöktum en ég ráðlegg þér að sjá hvað þú treystir þér til á þessum tíma og sýna þér mildi. Gangi þér vel.
Sælar Ég fékk hormónalykkjuna í júni 2017 eftir barnsburð í maí. Ég byrjaði að fara á blæðingar fyrir nokkrum mánuðum (venjulegar og reglulegar) og hef smá áhyggjur af því að verða ólétt aftur. Læknirinn talaði um að ég gæti verið með þessa lykkju í allt að 7 ár.
Það fer eftir tegundum hormónalykkja hvað þær virka í langan tíma. En þær virka vanalega í 3-7 ár eftir tegundum. Það ætti að vera skráð hvernig lykkju þú ert með. Einkennin sem þú lýsir gætu verið að benda til að virknin sé að minnka. Ég ráðlegg þér að hafa samband við lækni til að ræða hvort hún sé enn þá virk eða hvort þú eigir að hugsa um nýja getnaðarvörn. Á heimasíðu heilsuveru eru ágætis upplýsingar um þær getnaðarvarnir sem eru í boði ef þú hefur áhuga á að skoða nýjar getnaðarvarnir. Gangi þér vel.