Spurt og svara­


Ůorramatur ß me­g÷ngu

Hæ, hæ.

Mig langaði bara að forvitnast hvort það væri í lagi að fá sér þorramat á meðgöngunni, eða hvort það væri eitthvað sem maður ætti að halda sér frá. Ég er komin 33 vikur á leið, svona ef það hefur eitthvað að segja.

Með von um svar, kveðja Bumba.


Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Þorramatur er blanda af ýmis konar mat, mest þó kjöt sem er soðið og sett í súrsunarmysu.  Þetta er frekar feitur matur og þar af leiðandi þungur í maga.  Sé vandað til súrsunarinnar og matvælin geymd á réttan hátt er í góðu lagi að borða eitthvað af súrmatnum og hann getur í raun talist hollur vegna áhrifa frá súrsunarmysunni.  Það ætti t.d. að vera í lagi að borða lundabagga, sviðasultu, svið, hrútspunga, bringukolla og blóðmör.

Það eru nokkrar tegundir matvæla sem teljast til þorramats sem konum er almennt ráðlegt að forðast á meðgöngu:

  • Hákarl - vegna þess hve hátt innihald kvikasilfurs getur verið í hákarli. 
  • Lifrarpylsa - vegna þess að hún inniheldur of mikið af A-vítamíni.
  • Hrár fiskur og til hans teljast m.a. súr hvalur, harðfiskur og síld.

Vona að þessar upplýsingar komi að gagni.

Þorrakveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. janúar 2005.

Leitarorð: Þorramatur, súrmatur.

Til baka
 
BŠklingar÷­ LMF═.
Gullkorn
Slysavarnir
┴hugavert efni
FÚlagsleg rÚttindi
Innra net
Notandi:
Lykilor­: