Fæðingarstaðir

Hvar er hægt að fæða börn á Íslandi í dag?

Árið 2019 voru fæðingar 4.385 á Íslandi þar sem alls fæddust 4.454 börn, en nokkrar fjölburafæðingar fara fram á ári hverju. Flestar fæðingar fara fram á sjúkrahúsum í dag en áhugi fyrir heimafæðingum hefur aukist mikið á undanförnum árum og heimafæðingum hefur fjölgað til muna. 

Á nokkrum minni sjúkrahúsum um landið og í heimafæðingum er skilyrði að konan sé hraust í eðlilegri meðgöngu, heilsufar móður og barns á meðgöngu hefur því áhrif á þá valmöguleika sem í boði eru. Haustið 2017 opnaði Fæðingarstofa Bjarkarinnar í Reykjavík sem eykur val hraustra kvenna í eðlilegri meðgöngu enn frekar.  

Tilvalið er að ræða val á fæðingarstað við ljómóður í meðgönguvernd. 

Fæðingarstaðir á Íslandi

Fæðing á sjúkrahúsi

Höfuðborgarsvæðið

  • Fæðingarvakt Landspítalans, Reykjavík, sími 543 3049 - Þjónustustig A*

Suðurnes

  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Reykjanesbæ, sími 422 0500 - Þjónustustig D1*

Suðurland

  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sími 482 1300 - Þjónustustig D1*
  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum, sími 481 1955 - Þjónustustig D1*

Austurland

  • Heilbrigðisstofnun Austurlands, Neskaupstað, sími 477 1400 - Þjónustustig C1*

Norðurland

  • Sjúkrahúsið á Akureyri, sími 463 0100 - Þjónustustig B*

Vestfirðir

  • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, sími 450 4500 - Þjónustustig C1*

Vesturland

  • Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, sími 432 1113 - Þjónustustig C1*

*Skýringar og nánari upplýsingar um þjónustustig og starfsaðstæður á fæðingarstöðum á Íslandi er að finna í bæklingnum Val á fæðingarstað (pdf).

Fæðingarheimili

Heimafæðingar

Ljósmæður sem sinna heimafæðingum:

Höfuðborgarsvæðið

Akureyri

  • Inga Vala Jónsdóttir, símar 462 5737 og 849 3132, ingavalaj@gmail.com
  • Lilja Guðnadóttir, símar 466 1047 og 855 1047

Suðurnes 

Sjá nánari upplýsingar um fæðingarstaði í bæklingnum Val á fæðingarstað og um fjölda fæðinga á hverjum stað í Skýrslu Fæðingarskráningarinnar fyrir árið 2019.

Valmynd