Fæðingartaska

Fæðingartaska - Spítalataska

Fæðingartaska eða spítalataska er taskan sem foreldrar taka með sér í fæðinguna á þann fæðingarstað sem ætlað er að fæða á. Það er aðeins mismunandi eftir fæðingarstöðum hvað er í boði á hverjum stað. Hér koma dæmi um hluti sem geta reynst vel í fæðingunni og hægt að nota til viðmiðunar þegar fæðingartaskan er undirbúin. 

Fæðingartaska: 

 • Gott er að taka með sér þægilega og rúmgóða tösku t.d. íþróttataska eða önnur þægileg taska 

Fyrir móður: 

 • Þægileg og víð föt eftir fæðinguna
 • Sloppur, náttföt, inniskór
 • Snyrtivörutaska
  • Tannbursti, tannkrem
  • Varasalvi 
  • Teyjur
  • Hárbursti
 • Orkuríkt snarl og góðir sportdrykkir
 • Vatnsflaska
 • Þægilegir brjóstahaldarar og nærbuxur

Fyrir barn: 

 • Föt fyrir barnið (nokkur sett) 
  • Samfellur, buxur og/eða náttgallar
 • Heimferðaföt 
  • Hlý föt: húfa, buxur, peysa og sokkar
 • Teppi
 • Bleyjur
 • Bílstóll
 • Taubleyjur

Fyrir maka/stuðningsaðila: 

 • Myndavél 
 • Hleðslutæki fyrir síma/myndavél 
 • Snarl
 • Snyrtivörutaska með tannbursta o.fl.
 • Þægileg föt 

Það sem er oftast í boði á fæðingarstöðum:

 • Bindi fyrir móður eftir fæðingu og netabuxur
 • Taubleyjur 
 • Vagga og sæng fyrir barnið ef fjölskylda gistir á fæðingarstað
 • Ilmolíur eins og piparmyntuolíur
Valmynd