Brjóstsviði

Brjóstsviði á meðgöngu er ástand sem myndast þegar magasýrur og meltingarvökvar flæða upp í vélindað. Slímhúðin í vélindanu er viðkvæm og þolir ekki þessa vökva og verður þá fyrir ertingu.

Helstu einkenni

 • Brunaverkur í hálsi og bringu.
 • Súrt bragð í munni.
 • Erfitt að kyngja.

Hverjar geta orsakirnar verið?

 • Á meðgöngu getur myndast slappleiki í hringvöðva á efra magaopi. Við aukinn þrýsting frá leginu á magann geta magasýrur og meltingarvökvar runnið upp í vélindað.
 • Ákveðnar fæðutegundir s.s mikið kryddaður og súr matur.
 • Drykkir sem innihalda koffein.
 • Nikótín.
 • Spenna og streita.

Bjargráð

 • Borða oft en lítið í einu og forðast að borða rétt fyrir svefninn.
 • Forðast drykki sem innihalda koffein.
 • Hætta að reykja.
 • Hækka undir höfðagafli um 10-20 sentimetra.
 • Draga úr spennu og streitu.

Ef þessi ráð duga ekki

 • Drekka vatn/sódavatn til að skola vélindað.
 • Nota sýrubindandi lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils (Rennie, Gaviscon).

Ef þessi ráð duga ekki getur þú ráðfært þig við ljósmóður og/eða lækni.
Gangi ykkur vel.

Heimildir

Bennett,V.R. og Brown, L.K . (1996). Myles textbook for midwifes. Churchill Livingstone.

Silverton., L. (1993). The Art and Science of Midwifery. New York: Prentic Hall.

Mander, R. (1998). Pain in childbearing and its control. Blackwell Science.

Nóvember 2018

Valmynd