Meðgönguvernd

Upplýsingar um meðgönguvernd er að finna:

Bæklingur um mæðravernd

Klínískar leiðbeiningar um meðgönguvernd

Landlæknisembættið gaf út í apríl 2008 klínsíkar leiðbeiningar um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Þær eru ætlaðar ljósmæðrum, læknum og barnshafandi konum.

Leiðbeiningarnar byggja á því að meðganga er eðlilegt lífeðlisfræðilegt ferli og inngrip í það ferli skulu hafa þekkta kosti og vera ásættanleg fyrir hina barnshafandi konu.

Á vef Landlæknisembættisins eru klínískar leiðbeiningar skilgreindar á eftirfarandi hátt:
„Klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar (ekki fyrirmæli) um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar".

Valmynd