Vöxtur

Vöxtur

Á tvíburameðgöngu er fylgst vel með vexti barnanna. Algengast er að vöxturinn sé nokkuð jafn. Ef um tvíeggja tvíbura er að ræða er eðlilegt að vöxtur sé ólíkur að einhverju leyti sem skýrist af erfðafræðilegum þáttum. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast með því að börnin séu bæði innan eðlilegrar vaxtarkúrfu miðað við meðgöngulengd.

Vaxtarmisræmi sést hjá um það bil 10-15% tvíbura. Meiri hætta er um misræmi í fósturvexti hjá tvíburum sem deila fósturbelgjum og fylgju (þunn eða engin belgjaskil). Algengast er að þetta misræmi byrji í kringum 28. viku meðgöngunnar. Misræmi eða vaxtarskerðing getur komið fram á eftirfarandi hátt:

  • Annar tvíburinn getur verið talsvert minni en hinn
  • Annar tvíburinn er lítill miðað við meðgöngulengd
  • Báðir tvíburarnir eru litlir miðað við meðgöngulengd

Ástæðan fyrir vaxtarmisræmi eða vaxtarskerðingu geta verið t.d. vegna:

  • Tvíbura-tvíbura blóðrennslissjúkdómur eða twin to twin transfusion syndrome
  • Sýking í móðurkviði
  • Tregða í blóðflæði um fylgju
  • Staðsetning naflastrengja á fylgju (ef annar strengur er staðsettur nálægt fylgjukantinum er hætta á að sá tvíburi verði minni)
Nóvember 2018
Valmynd