Brjóstakorn

Að fást við fordóma

12.maí 2015

Tíska í umönnun barna hefur farið í gegnum margar breytingar á síðustu öldum.  Fyrir einni kynslóð síðan var brjóstagjöf ekki í tísku og afleiðingin er sú að margt af því fólki sem gefur ráð um barnaumönnun veit ekki mikið um hana.  Þeim gæti jafnvel fundist hugmyndin um barn við brjóst móður sinnar ógeðfelld.  Fáfræði þeirra og vörn gegn brjóstagjöf getur brotist út sem gagnrýni á hina mjólkandi móður.  Tilfinningar ráða gjarnan ríkjum þegar umönnun barna er til umræðu og það getur verið erfitt fyrir nýorðna móður að þola gagnrýni þegar hún þarfnast stuðnings. Mæður og tengdamæður sem ákváðu að gefa ekki brjóst fyrir 30 árum eða reyndu með litlum árangri geta haft blendnar tilfinningar varðandi brjóstagjöf og það litað athugasemdir þeirra.  Þær geta í hjarta sínu trúað því að brjóstamjólk sé ófullnægjandi eða að „konur í okkar ætt hafa aldrei næga mjólk“.  Fræðsla um kosti brjóstagjafar og hvernig hún virkar getur hjálpað þeim að skipta um skoðun. Nýbökuð móðir getur líka fullvissað þessa gagnrýnendur um að hún trúi því að þær hafi gert sitt besta fyrir börn sín alveg eins og hún er að reyna að taka bestu ákvarðanirnar varðandi sitt barn. En stundum þarf að horfast í augu við að fólk geti aldrei séð hluti frá öðru sjónarhorni og engin rök geta breytt skoðun þess.  Auðvitað er þetta ekki fólkið að fara til þegar þörf er á stuðningi t.d. þegar barn sýgur endalaust í vaxtarspretti eða vaknar oft á nóttu til að drekka. 

Þegar brjóstagjafavandamál koma upp er best að snúa sér til einhvers sem skilur löngunina til að halda brjóstagjöf áfram jafnvel á erfiðum tímum eða til þeirra sem eru jákvæðir fyrir brjóstagjöf.  Þar getur móðir tjáð sig um allt án þess að einhver bendi á þurrmjólk sem svar við öllum vandamálum.

Valmynd