Brjóstakorn

Eksem á geirvörtum

12.maí 2015

Eksem á vörtu og stundum vörtubaug og brjóstum lýsir sér með roða, þurrki, eymslum og jafnvel brunatilfinningu.  Flagnandi útbrot geta líka verið til staðar.  Algeng orsök er sápuþvottur eða áburður sem inniheldur ertandi efni.  Sum krem innihalda hnetuolíu sem þeir sem hafa ofnæmi fyrir hnetum ættu að forðast, lanólín sem þeir sem hafa ofnæmi fyrir ull ættu að forðast og kókósmjör sem þeir sem hafa ofnæmi fyrir súkkulaði ættu að forðast.  Það er ráðlegt að benda móður á að forðast allt sem gæti ert húðina t.d. brjóstaskeljar, brjóstainnlegg o.s.frv.  Útbrotin hverfa venjulega fljótt með réttri meðferð og að forðast orsakavaldinn. 

Sár vegna snertingar við ertandi efni hafa ekki áhrif á barnið svo ekki er mælt gegn brjóstagjöf nema hún trufli gróandann eða valdi hættu á sýkingu.  Latex ofnæmi er hægt að meðhöndla með sterakremum og halda brjóstagjöf áfram.  Að sjálfsögðu þarf að forðast latex og ber að hafa í huga hversu víða það er notað t.d. í bólstrun gjafabrjóstahaldara og í geirvörtuhlífum.

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Heimildi: Breastfeeding: A guide for the medical profession (1999).

Valmynd