Mjólkun með mjaltavél

Margar mæður þurfa af einhverri ástæðu að mjólka sig með mjaltavél til að viðhalda mjólkurframleiðslu fyrir barnið.Mjaltavél líkir eftir sogi barns en barn getur sogið betur og tæmt brjóstin betur. Oftast tekur lengri tíma að mjólka sig með mjaltavél en að leggja barn beint á brjóst.

Helstu ástæður fyrir að móðir þurfi að mjólka sig með mjaltavél eru:

Brjóstamjólk er það besta sem hver móðir getur gefið barni sínu og verndar barn gegn sýkingum.


Hve oft á að mjólka?
Sért þú að mjólka fyrir fullburða nýbura skaltu gera það a.m.k. 5-8 sinnum á sólarhring fyrstu 7-10 dagana eða eins oft og barn myndi sjúga brjóstið. Þetta á einnig við um mæður sem eru með fyrirbura. Því mikilvægt er að viðhalda mjólkurframleiðslunni. Ef þú þarft að mjalta þig í margar vikur þá finnst þér þú kannski ekki þurfa að mjólka eins oft. En rannsóknir hafa sýnt fram á að mjólka þarf  a.m.k. 5 sinnum á dag eða alls í 100 mín. til að viðhalda framleiðslu getir þú ekki gefið barni brjóst. 

Flestum mæðrum finnst þægilegt að mjólka sig á 3ja tíma fresti yfir daginn og sumum finnst einnig gott að mjólka sig rétt áður en þær fara að sofa.  Þegar þú ert að mjólka með vél þá skal mjólka þar til mjólk hættir að koma en það er hægt að mjólka upp í 20-30 mín. Til að viðhalda mjólkurframleiðslunni er mikilvægt að mjólka sig einu sinni á nóttu það mega helst aldrei líða meira en 6 klst. á milli gjafa. Hlustaðu á líkamann ef þér finnst þú þurfa að mjólka þig þá skaltu endilega gera það. Þú myndir leggja barn á brjóst alltaf þegar það sýndi viðbrögð til að vilja sjúga.

Mjólkurframleiðsla.
Mikilvægur þáttur í mjólkurframleiðslunni er losunarviðbragðið. Tvö hormón eru nauðsynleg mjólkurframleiðslunni það eru Prólaktín og Oxytósín. Þegar einhver mjólk er til staðar í göngum brjóstanna og örvun verður  á geirvörtum veldur það því að boð fara til heila og losa hormónið Oxytósín. Oxytósín veldur því að frumur kringum mjólkurganga dragast saman og þrýsta mjólkinni út. Losunarviðbragð kemur einnig þótt móðir sé ekki að mjólka t.d. ef hún hugsar um barnið eða heyrir það gráta. Sumar mæður finna streymi í brjóstum en aðrar ekki  þ.e. þegar losunarviðbragðið fer af stað. Ef barn er að sjúga verður móðir vör við að það kyngir örar en sé hún að mjalta sig sér hún meira flæði koma.

Losunarviðbragðið getur truflast vegna sársauka, spennu eða álags.

Prólaktín er hormónið sem framleiðir mjólk þegar mjólkað er reglulega úr brjóstum með sogi barns eða mjaltavél. Á fyrstu dögunum eftir fæðingu framleiða brjóstin brodd sem inniheldur mikið af mótefnum. Hver dropi er mikilvægur fyrir barnið.  Þú getur hjálpað til við losunar-viðbragðið með því að hlusta á rólega tónlist, hugsa um barnið eða horfa á mynd af því. Leggja heita bakstra á brjóstin fyrir mjaltir, nudda brjóstin mjúklega ofan frá og að geirvörtu og koma þér þægilega fyrir áður en þú byrjar mjólkun. Athugaðu að taka símann úr sambandi og hafa heitan eða kaldan drykk hjá þér. 

Ef þú hefur eingöngu mjólkað þig og aldrei lagt barn á brjóst þarft þú að leyfa barni að sjúga um leið og það getur. Gott er að láta barn liggja við brjóstið við sondugjafir. Barn sleikir stundum vörtuna í upphafi tekur síðan nokkur sog og verður þreytt. Barnið þitt getur þurft tíma til að læra að sjúga. Smám saman náið þið svo að vinna saman þar til barn sýgur eingöngu af brjósti. Margar mæður leita til brjóstagjafaráðgjafa eða ljósmóður til að fá stuðning við það sem þær eru að gera.

Að nota brjóstapumpur – Góðar tillögur

Vandamál sem tengjast mjaltavélarnotkun t.d. sárar vörtur.
Oft geta vörtur orðið sárar við notkun á mjaltavél. Þetta lagast yfirleitt fljótlega en hægt er að fyrirbyggja ástandið með því að:

Tekið saman af Björk Tryggvadóttir, ljósmóður og brjóstagjafaráðgjafa IBCLC íapríl 2002.

Heimildir:
La Leche League International: Breastfeeding your premature baby, March 1999.
La Leche League International:The womanly art of breastfeeding, 6th edition September 1997.
Australian Breastfeeding Association: Heimasíða 2000.
Jones and Bartlett Publisher,Inc and International Lactation Consultant Association; Core Curriculum for Lactation Consultant Practice 2002.

Deila