Ofurmjólkun (hypergalactia)

Of mikla mjólkurframleiðslu er oft hægt að greina strax á meðgöngu frá um 25. viku.   Hún einkennist af þrálátum mjólkurleka án örvunar brjósta sem gegnbleytir föt.  Ástandið heldur áfram eftir fæðingu með stöðugum leka milli gjafa.  Konan getur auðveldlega mjólkað eða pumpað 100-200 ml af mjólk og það virðist ekki draga úr lekanum.  Orsök getur verið góðkynja æxli í heiladingli en oft er orsökin óþekkt.  Greiningu má gera með mælingu á prólaktíni í blóði, fyrst fyrir gjöf og svo aftur þegar 10. mínútur eru liðnar af gjöf.  Ef kona hefur einkenni að auki svo sem höfuðverk og sjóntruflanir er greining mikilvæg.  Ef orsök er óþekkt dregur yfirleitt úr mjólkurframleiðslu eftir nokkra mánuði.  Ástandið er algengara hjá frumbyrjum og þarf ekki að endurtaka sig á næstu meðgöngu.  Meðferð miðar að því að bæta líðan konunnar með þéttum brjóstahaldara milli gjafa, kalda bakstra eftir gjöf o.s.frv.  Lyfjagjafir sem virka eru t.d. estrogen í lágskömmtum t.d. pillan og Parlodel í litlum skömmtum.

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Heimild: Breastfeeding, Lawrence (1999).

Deila