Óþægindi vegna stálma

Settu kalda bakstra eða ísbakstra á stálmuð brjóst í 30 mínútur eftir gjöf eða pumpun.  Kuldi hjálpar til að draga úr þrotanum í brjóstunum.  Þegar þrotinn hjaðnar líður móðurinni betur og mjólkin flæðir betur jafnvel strax í næstu gjöf.  Haltu áfram að setja bakstrana á milli gjafa – í sólarhring eða þar til þrotinn veldur ekki lengur óþægindum. Sumum finnst betra að nota frosnar baunir eða maí í lokuðum plastumbúðum því þær mótast betur að brjóstinu.  Öðrum finnst stálmi hjaðna hraðar ef notuð eru kálblöð á brjóstin eftir gjafir.  Venjuleg fersk kálblöð innihalda greinilega efni sem draga úr bólgu og geta því virkað jafn vel á tognaðan ökkla og stálmuð brjóst.

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi. 
Heimild: Mothering Multiples, Gromada.

 

Deila