Sheehan´s syndrome

Sheehan's syndrome kemur vegna mikillar blæðingar eftir fæðingu. Þá er blæðingin svo alvarleg að hún leiðir til blóðtappa í heiladingli og vefjaskemmda þar.  Afleiðingin er skortur á framleiðslu prólaktíns og þar með vanhæfni til að framleiða brjóstamjólk.  Þetta er sem betur fer sjaldgæft fyrirbæri, einungis 0,01% - 0,02% kvenna fá þetta eftir fæðingu. 

Meðferðin við þessu er að gefa Syntocinon sprey í nef fyrir hverja gjöf í a.m.k. 2 vikur.  Stundum hafa líka verið reynd prólaktín örvandi lyf en í þeim tilfellum sem vefjaskemmd er mikil er brjóstagjöf varla gerleg og þar að auki upplifir konan rýrnun á brjóstavef og jafnvel önnur einkenni vefjaskemmdarinnar svo sem sykursýki, tíðastopp, vanstarfsemi skjaldkirtilsins o.fl. 

Shehan´s syndrome er eina auðþekkta innkirtlatruflunin sem er tengd vanhæfni til mjólkurframleiðslu.

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstaráðgjafi.
Heimild: Breastfeeding Lawrence (1999).

Deila