Þrálát sveppasýking

Ef sveppalyf hafa verið notuð á réttan hátt í 2 vikur og önnur atriði í lagi svo sem:

En sýking fer ekki, er gefinn annar tveggja vikna skammtur af lyfinu eða skipt um lyf.  Þar að auki:

Ef aðrar 2 vikur líða og verkir halda áfram, þarf að athuga hvort aðrar ástæður gætu valdið gætu verkjunum til að vera viss um að sveppir séu orsökin t.d. hvort eitthvað þrengi að brjóstunum, rangt sog barns eða blönduð sýking.  Þar að auki getur fjölskyldan kannað aðra möguleika á smiti:

Það getur virkað vel að gefa sveppalyf til inntöku t.d. Diflucan í 1 eða 2 skipti og stundum hjálpar að gefa áburði sem vinna bæði á sveppum og bakteríum.  Einnig getur verið ágætt að gefa sterakrem vegna þess að þegar sveppasýking hefur verið langvarandi, geta komið upphleypt útbrot og bólgubreytingar við vörtubauginn. Flestar konur geta haft á brjósti gegnum alla meðferðina.  Mesta hættan er á að þær gefist upp við upphaf meðferðar því þá er sársaukinn mestur.  Eftir að meðferð er hafin er sársaukinn mun minni og þær treysta sér til að hafa á brjósti jafnvel þótt meðferðin sé ekki að ráða alveg niðurlögum sveppanna.  Brjóstagjöfin getur því verið í góðu gengi vikum saman samhliða því að í gangi sé stríð við sveppi.

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Heimild: The breastfeeding Atlas. 2nd 2002, Wilson-Clay Hoover.

Deila