Þyngdartap mjólkandi mæðra

Flestar mæður vita að það er hægt að léttast með brjóstagjöf.  Í raun er auðveldara að losna við kílóin sem bættust við á meðgöngu með brjóstagjöf.  Mæður sem ekki hafa barn sitt á brjósti verða að reiða sig á mataræði og æfingar.  Rannsóknir hafa sýnt að mjólkandi mæður tapa meiri þyngd þegar börn þeirra eru milli 3-6 mánaða gömul en mæður sem gefa börnum sínum pela, þótt þær séu á færri hitaeiningum.

Brjóstagjöf virðist jafnvel vera kjörtími til að léttast því hún virðist líka losa fitu sem kom fyrir meðgöngu.  En það er mikilvægt að fara varlega.  Fyrstu 2 mánuðina eftir fæðingu barnsins ætti ekkert að gera meðvitað til að reyna að léttast.  Líkaminn þarf að ná sér eftir fæðinguna og koma jafnvægi á mjólkurframleiðsluna.  Flestar mæður léttast hvort sem er á þessum tíma þótt þær borði eins og lystin leyfir.  Ef ekkert hefur farið að 2 mánuðum liðnum er líklegt að bæði þurfi að auka hreyfingu og fækka hitaeiningum um 100 á dag (1 msk. smjör eða olía) gæti þýtt 1-2 kg. á mánuði.  

Katrín Magnúsdóttir,

ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.

Heimild: The womanly art of Breastfeeding.

Deila