Þyrnirós, letingjar og aðrar ?seinar að byrja týpur?

Sum börn eru lengur að læra að taka brjóst almennilega en önnur.  Þau eru lengi að byrja að þyngjast, líklegri til að gulna og pissa og kúka sjaldan.  Þar af leiðandi virðast þau ekki fá næga mjólk.  Mæðurnar verða áhyggjufullar, vilja helst ekki gefa ábót en brjóstagjöf virðist ekki ætla að ganga.  Það er engin ástæða til að gefa brjóstagjöf upp á bátinn og engin ástæða til þurrmjólkurgjafar. Þessi vandamál er yfirleitt hægt að leysa með mikill vinnu við brjóstagjöfina í örfáa daga.  

Sum börn virðast taka svefn fram yfir brjóstagjöf.  Þau vakna ekki oft til að sjúga eða sofna strax eftir fárra mínútna gjöf.  Ástæðan getur verið erfið fæðing, lyf í fæðingu, gula eða fyrirburður. Ekki bíða eftir að þyrnirós vakni.  Ef hún hefur sofið í meira en 2-3 tíma á að vekja hana.  Það er auðveldast í léttum svefni (miklar augnhreyfingar).  Halda barninu uppréttu, skipta á því, nudda bakið eða strjúka andlit með rökum klút.  Hvað sem er sem virðist örva.  Til að koma í veg fyrir að barnið líði inn í draumaheiminn of snemma á að skipta um brjóst um leið og áhuginn dvínar (tæknin kallast skiptigjöf).  Taka á barnið af brjósti, láta það ropa, skipta á því og vekja.  Bjóða því svo hitt brjóstið og þegar sogið hægist aftur er barnið tekið af, það örvað og aftur boðið fyrra brjóstið.  Þannig er skipt fram og til baka í 20. mín.  Það þarf að passa að barnið grípi vel og vartan sé langt upp í munni.

Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
Heimild: Breastfeeding Pure and Simple, 2000.

Deila