Ekki byrjuð á blæðingum

05.05.2014

Er ekki með barnið a brjósti og 12 vikur síðan ég atti og ekki byrjuð a túr er það eðlilegt?

Það er misjafnt hvenær konur byrja á blæðingum eftir fæðingu. Oft byrja konur sem eru með börn sín á brjósti aðeins seinna heldur en konur sem ekki hafa börn sín á brjósti en það munar yfirleitt ekki miklu. Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af þessu en ef þú telur líklegt að þú getir verið barnshafandi aftur getur þú tekið þungunarpróf til þess að útiloka það.

Með kveðju,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
5. maí 2014