Laukur, rauðlaukur og grænmetissósa

11.12.2008

Takk fyrir frábæran vef.

Ég er að spá hvort það má borða lauk og rauðlauk á meðgöngu, einnig var ég að spá með svona grænmetissósu sem maður kaupir tilbúna (ég sá nefnilega að það eru egg í henni).

Kveðja frá einni sem er að reyna.


Sæl og blessuð!

Jú, það er í góðu lagi að borða lauk og rauðlauk á meðgöngu. Það eru notuð gerilsneydd egg í tilbúnar sósur þannig að það er í góðu lagi að borða þær.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2008.