Laxasalat

27.06.2011

Sælar!

Það er talað um að konur eigi að forðast reyktan og grafinn fisk á meðgöngu. Á það einnig við um laxasalat (sem inniheldur auðvitað reyktan lax) eða er laxinn sem er í salatinu unninn einhvern vegin öðruvísi? Þá á ég við laxasalat eins og túnfisk- og rækjusalötin í dollunum.

Kveðja, xxx.


Sæl!

Mér vitanlega er sá lax ekkert öðruvísi unnin og því ekki mælt með að borða laxasalat sem inniheldur hráan lax á meðgöngu. Túnfiskur er í góðu lagi í hófi (ekki oftar en tvisvar í viku) og rækjusalat er í góðu lagi.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. juní 2011.