Leghálsskoðun í byrjun meðgöngu

19.02.2008

Ég fór ekki til heimilislæknis þegar ég var ólétt heldur beint í mæðraskoðun. Ég var að lesa í bók að það þyrfti að láta athuga leghálsinn í byrjun meðgöngu til að athuga hvort hann sé í lagi. Er þetta eitthvað sem er þá gert í mæðraskoðun eða panta ég tíma hjá lækni eða er þetta alveg óþarfi? Er komin 20 vikur.


Ég held að þú hafir verið að lesa einhverja gamla bók því nú á dögum er ekkert skoðað upp á leghálsinn fyrr en í fæðingunni, ef allt er í lagi og engir áhættuþættir þaðan til staðar.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. febrúar 2008.