Spurt og svarað

09. febrúar 2009

Legvatns- fylgjuástunga og hætta á fósturláti

Sæl ljósmóðir.is og takk fyrir góðan vef.

Ég er 36 ára og er nýbúin að fara í snemmsónar (annað barn). Ég fékk líkindin 1:130 út úr mælingum + blóðprufu + aldri á Down's heilkennum. Nú er ég að reyna að taka ákvörðum um framhaldið, þ.e.a.s hvort að ég eigi að fara í legvatns- og fylgjurannsókn þar sem líkur á fósturláti eru 1:100. Það skal tekið fram að ég er búin að reyna að verða ólétt í 18 mánuði og hef upplifað eitt fósturlát á þeim tíma á 12. viku. Fóstrið hafði reyndar dáið fyrr en líkaminn ekki brugðist strax við. Það sem mig langar að spyrja þig að er:

  1. Er samhengi á milli þessara tveggja mögulegu litningagalla fóstra?
  2. Ef öllum konum sem eru með líkindin 1:300 eða meira er boðið í frekari próf þá er ég með frekar lélegt hlutfall með 1:130.

Út frá mínum líkum, myndir þú ráðleggja mér að fara í prófið?

Með fyrirfram þökk og kveðju, h.

 


 

Sæl!

Fyrirspurnin þín er þess eðlis að það er ekki hægt að gefa almennt svar hér á vefnum. Mér heyrist að þig vanti frekari upplýsingar til að taka þessa ákvörðun og þá er betra að þú pantir þér tíma í ráðgjöf á fósturgreiningadeildinni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. febrúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.