Legvatns- fylgjuástunga og hætta á fósturláti

09.02.2009

Sæl ljósmóðir.is og takk fyrir góðan vef.

Ég er 36 ára og er nýbúin að fara í snemmsónar (annað barn). Ég fékk líkindin 1:130 út úr mælingum + blóðprufu + aldri á Down's heilkennum. Nú er ég að reyna að taka ákvörðum um framhaldið, þ.e.a.s hvort að ég eigi að fara í legvatns- og fylgjurannsókn þar sem líkur á fósturláti eru 1:100. Það skal tekið fram að ég er búin að reyna að verða ólétt í 18 mánuði og hef upplifað eitt fósturlát á þeim tíma á 12. viku. Fóstrið hafði reyndar dáið fyrr en líkaminn ekki brugðist strax við. Það sem mig langar að spyrja þig að er:

  1. Er samhengi á milli þessara tveggja mögulegu litningagalla fóstra?
  2. Ef öllum konum sem eru með líkindin 1:300 eða meira er boðið í frekari próf þá er ég með frekar lélegt hlutfall með 1:130.

Út frá mínum líkum, myndir þú ráðleggja mér að fara í prófið?

Með fyrirfram þökk og kveðju, h.

 


 

Sæl!

Fyrirspurnin þín er þess eðlis að það er ekki hægt að gefa almennt svar hér á vefnum. Mér heyrist að þig vanti frekari upplýsingar til að taka þessa ákvörðun og þá er betra að þú pantir þér tíma í ráðgjöf á fósturgreiningadeildinni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. febrúar 2009.