Spurt og svarað

29. apríl 2008

Legvatnsástunga

Hæ, hæ!

Ég er á leið í legvatnsástungu í næstu viku því hnakkaþykktarmælingin kom ekki nógu vel út. Ég er búin að finna mér töluvert mikið af upplýsingum um framkvæmdina og hvað er rannsakað en hvergi kemur fram hvort maður finni mikið fyrir stungunni. Þar sem ég veit að ekki er um deyfingu að ræða.

Vitið þið hvort þetta sé mjög vont og hvað þetta tekur langan tíma?

Takk annars fyrir frábæran vef!

Kveðja, Hrabba.

 


 

Sæl!

Tíminn sem gefinn er fyrir legvatnsástungu er 15 mínútur. Það er sónarskoðað fyrst og fundinn heppilegur staður fyrir stunguna og síðan er húðin sótthreinsuð með spritti. Þetta er  ein stunga  í gegnum kviðvegginn og inn í leg og flestar konur tala um að það sé verra að fara í blóðprufu. Það er mjög einstaklingsbundið hvernig konur upplifa sársauka en í kviðveggnum er lítið um taugar og þar af leiðandi ekki eins sárt og að láta stinga í æðar.

Kær kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreiningardeild LSH,
29. apríl 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.