Legvatnsástunga til að greina kyn

30.01.2012

Er hægt að biðja um legvatnsástungu eða sýnatöku til að greina kyn barns eða er það einungis gert til að leita að litningagöllum?


Sæl.

Legvatnsástunga eða fylgjusýnataka er bara gerð ef ástæða er til að greina litningagalla.  Þær rannsóknir hafa áhættu í för með sér og því ekki notað til að finna út kyn eingöngu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
30. janúar 2012.