Ammoníak!!

08.05.2015

Sælar kæru ljósmæður. Mig langar að spyrja ykkur að svolitlu sem veldur mér  àhyggjum. Þannig er màl með vexti að í gær og dag hef ég verið að finna svo svakalega ammoníaklykt, eða einhverja àlíka sterka yfirþyrmandi lykt. Það er alveg sama hvar ég er eða hvað ég er að gera, þessi lykt er bara föst í nefinu à mér, og það er farið að vera frekar þreytandi. Ég er komin 15 vikur à morgun og þar sem ég er ófrísk veldur þetta mér àhyggjum, finnst þetta eitthvað skrítið. Er eitthvað sérstakt sem getur verið í gangi eða ætli þetta sé bara eitthvað tilfallandi? Tek það fram að ég er búin að sturta mig og skrúbba en ekkert breytist :) Bestu kveðjur.

 
 Heil og sæl, ég kannast ekki við að þetta tengist meðgöngunni. Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis og  ræða málið við hann ef þú ert ekki orðin betri. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir