Lekur legvatn?

04.08.2011

Sælar.

Getur komið rifa á belginn hjá tvíbura B án þess að vatnið leki út? þ.e. tvíburi A er skorðaður fyrir?  Ef það myndi gerast (eða það lekur svo lítið að ég héldi að þetta væri þvag) er þá eins mikil sýkingar áhætta fyrir hendi?  Báðar fyrri fæðingar mínar hófust með að grænt legvatn fór að renna, fyrir settan dag, og því veldur þetta mér miklum áhyggjum. Auk þess fór ég í hvorugt skiptið sjálf af stað eftir að vatnið fór að renna.

Með þökk og von um skjót svör,

Tvíburamamma


Komdu sæl.

 

Ef þig grunar að legvatn leki þarftu að fara og láta athuga með það!  Vissulega getur komið gat á annan hvorn belginn og ef kollur er skorðaður getur verið að það leki lítið. Sýkingarhættan er til staðar og því þarf að ganga úr skugga um þetta.  Leitaðu til ljósmóðurinnar þinnar á heilsugæslunni, það getur vel verið að hún geti athugað þetta fyrir þig eða þá að hún sendir þig niður á kvennadeild LSH.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. ágúst 2011.