Spurt og svarað

07. mars 2008

Andar barn í móðurkviði?

Ég var að velta fyrir mér hvort barnið andaði í móðurkviði?

Kveðja, einn forvitinn.


Sæll og blessaður!

Í fósturlífi eru lungun full af vökva sem framleiddur er í lungunum. Öndunarhreyfingar sjást í sónar frá fyrsta þriðjungi meðgöngu. Í byrjun sjást þær af og til, eru tiltölulega hraðar og óreglulegar. Eftir því sem líður á meðgönguna verða öndunarhreyfingarnar tíðari og kröftugri. Með öndunarhreyfingum er barnið að „anda“ vökvanum í lungunum út í legvatnið og „anda“ svo að sér legvatni, þannig að vökvinn sem verður til í lungunum verður hluti af legvatninu. Við fæðingu eru um 10-25 ml/kg af vökva sem losnar úr lungunum eða síast inn í líkamann. 

Öndunarhreyfingar eru taldar hvetja vöxt og æfa öndunarvöðva. Öndunarhreyfingar eru meira áberandi yfir daginn og þegar barnið er vakandi en minni þegar barnið hvílist.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. mars 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.