Lesefni fyrir "eldri konur"

04.01.2010

Sæl.

Ég var að fá góða skoðun í snemmsónar og hnakkaþykktarmælingu en ég er 46 ára, verð 47 eftir tvær vikur! Þetta er væntanlega lítið (stórt) kraftarverk sem kom reyndar algerlega aftan að okkur.  En allavegana gætuð þið bent okkur á eitthvað lesefni sem gæti gagnast okkur. Veit samt ekki hvað ég er að biðja um, eitthvað sem tengist meðgöngu hjá .. hvað skal segja... eldri konum :)  Við eigum tvo drengi fyrir 14 og 10 ára.

Með kveðju og þökk

Guðríður

 


 

Komdu sæl Guðríður.

Það er ekkert sérstakt lesefni til fyrir "eldri mæður".  Ef þú ert með einhverja aldurstengda áhættuþætti eins og háan blóðþrýsting eða slíkt er það eitthvað sem þú finnur lesefni um í meðgögnubókum eða á netinu, óháð aldri.

Kveðja   

 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. janúar 2010.