Léttist á meðgöngu

31.10.2007

Ég er komin 38v og 6.d meðgöngu og hef ekki bætt á mig kílói síðan á 32.viku ( var þá búina að bæta á mig 5,8 kg.) kúlan stækkar eðlilega og ég borða eðlilega.. en í síðustu skoðun léttist ég um 1.kg.

Hvað getur valdið þessu að ég léttist?

kær kveðja


Það er útilokað fyrir mig að segja þér það svona í gegnum tölvuna, það eru svo margar upplýsingar sem vantar.  Þú minnist ekkert á í hvaða þyngd þú ert, ef þú varst of þung fyrir getur þetta verið eðlilegur fylgifiskur þess að borða hollt fæði.  Hefur þú verið að gera breytingar á mataræðinu?  Hefur þú verið með bjúg?  Ertu með einhverja sjúkdóma?

Ég ráðlegg þér að tala um þetta við ljósmóðurina þína því hún hefur aðgang að öllum upplýsingum.

Góðu fréttirnar eru að kúlan stækkar eðlilega svo barnið er ekki að líða skort (og vonandi ekki þú heldur).

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. október 2007.