Spurt og svarað

31. október 2007

Léttist á meðgöngu

Ég er komin 38v og 6.d meðgöngu og hef ekki bætt á mig kílói síðan á 32.viku ( var þá búina að bæta á mig 5,8 kg.) kúlan stækkar eðlilega og ég borða eðlilega.. en í síðustu skoðun léttist ég um 1.kg.

Hvað getur valdið þessu að ég léttist?

kær kveðja


Það er útilokað fyrir mig að segja þér það svona í gegnum tölvuna, það eru svo margar upplýsingar sem vantar.  Þú minnist ekkert á í hvaða þyngd þú ert, ef þú varst of þung fyrir getur þetta verið eðlilegur fylgifiskur þess að borða hollt fæði.  Hefur þú verið að gera breytingar á mataræðinu?  Hefur þú verið með bjúg?  Ertu með einhverja sjúkdóma?

Ég ráðlegg þér að tala um þetta við ljósmóðurina þína því hún hefur aðgang að öllum upplýsingum.

Góðu fréttirnar eru að kúlan stækkar eðlilega svo barnið er ekki að líða skort (og vonandi ekki þú heldur).

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. október 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.