Spurt og svarað

24. október 2012

Andarteppa og reykingar

Hæ hæ.
Ég er komin 34 vikur, og eins skelfilegt og það er þá reyki ég. Getur verið að ég sé með andateppu út af því og næ ekki djúpum andadrætti.  Ef ég hætti núna að reykja, getur það valdið barninu skaða? Gæti ég notað nikótín tyggjó núna?
kveðja
Komdu sæl.
Ég vil byrja á því að benda þér á þessa fyrirspurn. Ekki er gott að segja hvort að andarteppan sé vegna reykinganna eða vegna stækkandi kúlu. Þekkt er að þetta gerist á seinni hluta meðgöngu þegar kúlan er orðin það stór að hún er farin að þrýsta á lungun. Þá líður konum oft eins og þær nái ekki andanum almennilega. Ef þér líður mjög illa og þetta er að trufla þig mikið er gott að leita til læknis og ráðfæra sig við hann.
Það er aldrei of seint að hætta að reykja á meðgöngu og það er alltaf ávinningur á því að hætta. Ég vil benda þér á þennan bækling þar koma fram ýmsar upplýsingar og hvar er hægt að leita sér aðstoðar við að hætta. Í sambandi við notkun nikótínlyfja á meðgöngu kemur það til greina en mikilvægt er að gera það í samráði við ljósmóður eða lækni.
Gangi þér sem allra best.

Kveðja,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. október 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.