Lifur og lifrapylsa á meðgöngu

11.12.2006

Þetta er eitthvað sem ég heyrði ekki á meðgöngu minni með eldri börnin mín sem eru tveggja og fimm ára og finnst bæði lifur og lifrarpylsa mjög góð. Er samt ekki að borða hana daglega, en finnst þetta eðalmatur og þá sérstaklega í vetrarkuldanum. Er ekki að taka múltívítamín né Lýsi en tek B vítamín, C vítamín og Omega fitusýrur.
Er það virkilega stórhættulegt að borða lifur eða lifrarpylsu 1-2 í mánuði?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Að sjálfsögðu er ekki stórhættulegt að borða lifur eða lifrarpylsu einu sinni til tvisvar í mánuði. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að neysla A-vítamíns fari almennt ekki yfir ráðlagðan dagskammt.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2006.