Spurt og svarað

27. nóvember 2006

Líkamsrækt og hámarkspúls

Góðan dag !
Ég hef stundað íþróttir af miklum krafti allt mitt líft.  Nú er ég komin
12 vikur á leið og var að velta fyrir mér hvort til séu einhver viðmið
fyrir hámarkspúls hjá ófrískum konum.
Mér líður mjög vel í þeirri líkamsrækt sem ég stunda en að sjálfsögðu
hlusta ég á líkama minn ef ég finn fyrir einhverju óeðlilegu.  Er mér
óhætt að halda áfram að æfa svo lengi sem mér líður vel eða þarf ég að
horfa í önnur viðmið líka eins og t.d. púlsinn ?

Með kveðju
Sigríður


Sæl Sigríður!

Ef þú ert vön að æfa mikið þá ertu væntanlega í góðu formi og veist þín takmörk. Ef þér líður vel á meðan æfingu stendur og þú finnur ekki fyrir neinum ofreynslu einkennum þá getur þú alveg haldið áfram að æfa á þeim hraða.

Til er það sem kallað er  "takmarks æfingapúls" (ég veit nú ekki alveg hvort þetta sé rétt íslenskað, en á ensku er þetta kallað "Target heart rate range") og þetta er púlsbil sem fæst með ákveðinni formúlu sem er:

(220-aldur þinn) x 0.60  til  (220-aldur þinn) x 0.80

Til dæmis ef þú ert 25 ára, þá lítur þetta svona út:

(220-25) x 0.60   til    (220-25) x 0.80
 
þ.e. 117 - 156 væri þá takmarks æfingapúls.

Samtök bandarískra kvensjúkdóma og fæðingalækna, mæla með því að konur sem æfa á meðgöngu haldi sig innan þessara púlsmarka þegar æft er.  Þetta er ágætis viðmið fyrir þær konur sem eru að byrja að æfa á meðgöngu og eru ekki í sérlega góðu formi fyrir og vita ekki alveg hvað þeim er óætt að leggja á líkama sinn. En fyrir konu eins og þig sem ert vön að æfa mikið og þekkir þín takmörk þá held ég að þér sé alveg óhætt að hlusta á líkaman þinn og fara eftir því sem hann segir þér.
Mundu bara að drekka nóg vatn!!

yfirfarið 29.10.2015


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.