Líkur á endurtekinni meðgöngusykursýki

30.11.2007

Ég á 10 mánaða gamalt barn og er ólétt! Var með meðgöngusykursýki. Er einhver séns að ég sleppi við það í þetta sinn?

Kveðja, Svandís.


Sæl Svandís!

Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef þá eru um 35% líkur á að meðgöngusykursýki endurtaki sig í næstu meðgöngu. Ef konur þyngjast á milli meðgangna aukast líkurnar. Það eru meiri líkur hjá eldri konum en yngri og meiri líkur hjá þeim sem eiga fleiri börn en færri. 

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. nóvember 2007.