Spurt og svarað

08. janúar 2008

Líkur úr hnakkaþykktarmælingu

Sælar.

Nú fór ég í hnakkaþykktarmælingu komin akkurat 12 vikur og fékk líkur úr henni. Samkvæmt hnakkaþykktinni voru líkurnar 1:1700 fyrir litningi 13 og 18 en eftir samþætta matið urðu þær 1:900.

Nú hef ég talað við margar vinkonur mínar og líkurnar hafa allar farið í hina áttina hjá þeim, hjá flestum upp í 1:9000-12000. Ég hef því smá áhyggjur af þessum líkum þó að ég viti að ekki þurfi að skoða þetta betur fyrr en við 1:100. Er þetta bara bull í mér eða eru áhyggjurnar skiljanlegar?
Fæ oft svona ónota tilfinningu að ekki sé allt í lagi með barnið :(

Bestu kveðjur.


Sæl og gleðilegt ár.

Líkur úr hnakkaþykktarmælingunni er einstaklingbundnar og varast ber að bera sig saman við niðurstöður hjá öðrum konum. Ef líkur fyrir þrístæðu 13-18 er lægri en 100 er þeim konum boðin litningarannsókn. Þín niðurstaða er langt  fyrir ofan þau mörk og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Þú átt væntanlega tíma í 20 vikna ómskoðun þá er farið mjög vandlega yfir öll líffæri og meðal annars þá er hægt að greina þrístæðu 13 eða 18 .

Gangi þér vel.

Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri á Fósturgreiningardeild LSH,
8. janúar 2008.

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.