Líkþorn

18.02.2015

Komið þið sælar! Þannig er mál með vexti að èg setti à mig líkþorna plàstur og var með hann í rúman sólarhring. Ég hugsaði hreinlega ekki út í það að það mætti kannski ekki þegar maður væri ófrískur. Èg er komin 26 vikur à leið. Er það hættulegt fyrir barnið? Kv. Ein àhyggjufull


 
Sæl og blessuð áhyggjufull, það kemur ekki fram hvaða virka efni er í plástrinum svo að ég get ekki alveg fullyrt um hvort einhver áhrif eru á barnið. Þetta er búið og gert og líkurnar á því að þetta sé skaðlegt fyrir barnið eru litlar sem engar. Hafðu því ekki áhyggjur af þessu og njóttu þess sem eftir er af meðgöngunni. Gangi þér vel.


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
18. feb. 2015