Spurt og svarað

25. júlí 2009

Linsoðin egg, parmaskinka og humar

Sælar!

Mig langar að byrja á því að þakka fyrir frábæran vef sem er alveg ómetanleg upplýsingaveita. Nú er talað um að óléttar konur eigi ekki að borða hrá egg. Nú finnst mér linsoðin egg alveg hrikalega góð, flokkast þau sem elduð eða„hrá“? Má vera eitthvað af hvítunni vera lin í þeim þegar búið er að sjóða þau? Eins með spæld egg, stundum er hvítan ekki öll orðin hörð eða alveg hvít í gegn. Er það í lagi?

Annað, er í lagi að borða parmaskinku/hráskinku á meðgöngu og er allur humar „off limits“?

Vona að ég fái svar frá ykkur svo ég geti þá annað hvort reynt að hætta að hugsa um linsoðin egg eða hreinlega fengið mér eins og eitt stykki :)

Kveðja, Óléttína.


Sæl Óléttína!

Þú ættir að finna svör í sambandi við linsoðin egg hér og hráskinkunni hér.

Ég get svo glatt þig með því að þér er alveg óhætt að borða humar á meðgöngunni - bara passa að elda hann - eins og venja er með humar.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. júlí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.