Spurt og svarað

07. september 2007

Linsoðin og spæld egg

Hæ, hæ og takk fyrir góða síðu.

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri í lagi að borða linsoðin og spæld egg á meðgöngu þar sem eggjarauðan er ekki full elduð eins og í venjulegum soðnum eggjum.


Hæ, hæ og takk fyrir að leita til okkar!

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Umhverfisstofnun þá hefur ekki greinst salmónella í hænueggjum hér á landi svo vitað sé og því ætti ekki að vera hætta á ferðum. Ef eggið er ferskt, ósprungið  og geymt við réttar aðstæður á rauðan að vera án baktería. Rauðan er forði fyrir fóstrið, ef eggið er frjótt, sem það er aldrei þegar um venjuleg egg er að ræða. Hvítan inniheldur ýmis prótein sem hafa það hlutverk að verja fóstrið gegn bakteríum og veirum. Athugið þó að annað gildir um andaregg, egg viltra fugla og sjófuglsegg og þau ætti að fullelda áður en þeirra er neytt. 

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. september 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.