Spurt og svarað

19. júní 2008

Lítil bumba

Sælar verið þið og takk fyrir frábæran vef og góð ráð!
Ég er með einhverjar áhyggjur af því að bumban á mér sé ekki nógu hátt staðsett (án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því). Ég er komin 15 vikur á leið og óléttubumban mín er öll fyrir neðan nafla. Fyrir ofan nafla er bara mitt venjulega bumbuspik. Ljósmóðirin mín sagði í 12 vikna skoðuninni að legbotninn yrði ekkert mældur fyrr en á 20. viku. Ég sé hins vegar allar þessar myndir af konum komnum svipað langt og ég, en mér finnst bumban á þeim svo mikið hærri einhvernveginn. Er ég bara að bulla og er þetta eitthvað sem ég ætti að láta skoða betur?

Kveðja, Jenný. 


 
Sæl Jenný

Þú þarft engar áhyggur að hafa af þessu, þetta er einmitt alveg eðlilegt og eins og það á að vera.  "Bumban" nær aðeins uppfyrir lífbein við 12 vikur og stækkar svo smátt og smátt og við 20 vikur á hún að nema við naflann, svona nokkurn veginn.  Eftir það byrja ljósmæður að mæla með málbandi og þá á hæðin að fylgja meðgöngulengdinni þ.e. kona sem er komin 24 vikur á að vera með kúlu sem er 24 cm (+/- 2 cm) o.s.frv.  Vissulega er þetta samt mismunandi eftir konum og holdafari en þetta er viðmiðið.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.