Lítið höfuð, stór búkur

13.11.2011


Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég er komin 32 vikur á leið og hef verið að fara í sónar að undanförnu til að fylgjast með vexti barnsins. Allt hefur komið eðlilega út en um daginn var okkur sagt að höfuðið værið minna en búkurinn og þyrftum ekki að hafa áhyggjur af... alveg strax !?! Ég hef ekki hætt að hugsa um þetta frá því ég kom heim og er búin að reyna að leita að þessu út um allt net, en finn ekki neitt. Hver getur verið orsökin fyrir því að barnið sé með hlutfallslega minna höfuð en búkurinn? Læknirinn sagði okkur að eðlilega sé búkurinn minni en höfuðið í svona vaxtarseinkunartilvikum. Hvað gerist ef barnið
mitt fæðist með smátt höfuð? Jafnar þetta sig aldrei? Eru einhverjir fylgikvillar, s.s einhver fötlun, greindarskerðing, minni heili eða hvað? Hverju þyrfti ég að hafa áhyggjur af? Vonandi fæ ég svör.

Kveðja, Ein stressuð.

 


 

Sæl!

Þegar um vaxtarskerðingu er að ræða þá er höfuðið oftast stærra en búkurinn, þannig að í þínu tilfelli er ekki um vaxtarskerðingu að ræða. Lang líklegast er höfuðið sé  minna vegna legu barnsins eða vegna erfða.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
13. nóvember 2011.