Lituð útferð

13.11.2013
Hvað er átt við með litaðri útferð á fyrstu vikum meðgöngu, er það þá brúnleit útferð? Gæti það líka verið aukin glærleit útferð sem kemur?
Með fyrirfram þökk.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Ég kannast ekki við að konur hafi sérstaklega útferð fyrstu vikurnar á meðgöngu.
Hins vegar geta konur verið með útferð ef þær eru með t.d sveppasýkingu en þá er hún yfirleitt hvítleit.
Brúnleit útferð er merki um blæðingu sem er ekki alveg ný t.d. ef kona hefur verið þreifuð í leggöngin eða farið í leggangasónar, þá er það merki um að svolítið blóð hefur komið sem verður orðið brúnt þegar það skilar sér út.
Ég vona að þetta svari spurningunni þinni og gangi þér vel.


Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. nóvember 2013