Locoidol krem

02.04.2007

Hæ, hó og takk fyrir frábæran og hjálplegan vef!

Þannig er standa mál að ég fór til læknis um daginn og hann skrifaði upp á lyf handa mér sem ég á að ber á sár hjá leggangaopinu. Þegar ég var að skoða leiðbeiningar með þessu lyfi sagði að varúðar skal gæta við notkun lyfsins á meðgöngu. Læknirinn sagði að það skipi ekki það miklu máli og hann fékk meira að sega álit sérfræðings sem sagði að það væri í lagi að nota lyfið þanngað til að sárið færi en það stendur einnig að það eigi einungis að nota það skamman tíma í senn, ég veit að sjálfsögðu ekki hvað það verðu lengi að fara, þetta sár mitt. En kremið heitir Locoidol creme.

Mig langaði að fá álit frá ykkur. Með von um mjög skjót svör.

Kveðja, G.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég finn, bæði í íslensku og norsku sérlyfjaskránum þá er óhætt að nota þetta krem á meðgöngu ef um er að ræða lítið húðsvæði í skamman tíma. Vona að þetta grói fljótt og vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. apríl 2007.