Lögheimili erlendis - hvað kostar sónarskoðun?

13.07.2010

Ég er komin 18 vikur með fyrsta barn og er með lögheimili í Bandaríkjunum og er hérna á íslandi í heimsókn. Hef ekki komist í sónar og mig langaði athuga hvað það gæti kostað mig þar sem ég er bara með sjúkratryggingu í Bandaríkjunum. Hef heldur ekki hugmynd um hvort allt í lagi.


Sæl!

19-20 vikna ómskoðun fyrir ósjúkratryggða kostar 13,206.- kr. Þér er velkomið að panta hjá okkur ef þú nærð ekki að fara í þessa skoðun í Bandaríkjunum.


Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir Fósturgreiningardeild,
13. júlí 2010.