LR Henning kúrinn og meðganga

26.09.2007

Komið  þið sælar ljósur og takk fyrir frábæran vef :-)

Ég er að velta fyrir mér hvort það sé í lagi að vera á LR Henning (Aloe Vera) kúrnum á meðgöngu. Ég var byrjuð á honum áður en ég komst að því að ég væri ófrísk og er þess vegna að velta þessu fyrir mér. Ég hef ekki fundið neitt um þetta á netinu og það stendur ekki í leiðbeiningum kúrsins.

Með bestu kveðju, baunamamma.

 


 

Sæl og blessuð!

Ég hef því miður ekki getað fengið upplýsingar um þennan kúr og get því ekki svarað þér. Ég get hins vegar bent þér á svar við fyrirspurn um notkun Aloe Vera safa á meðgöngu og það gæti svarað einhverju.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. september 2007.