Lúpínuseyði á meðgöngu

21.12.2011
Góðan dag!

Mig langaði bara til að spyrja ykkur hvort það væri í lagi að drekka lúpínuseyði á meðgöngu. Samkvæmt innihaldslýsingu er í því vatn, lúpínurót, litunarmosi, ætihvönn, geithvönn, njóli og bragðefni (mentol, sítrónuolía).
 

Sæl!

Við leituðum til Sigríðar Ævarsdóttur sem sendi okkur eftirfarandi svar:
„Ég hef ekki gefið seyðið ófrískum konum og hef því ekki reynslu af því í slíkri notkun, en báðar tegundir hvanna, sérstaklega ætihvönnin er þekkt af tíðalosandi virkni og er varað við að nota hana á meðgöngu, sérstaklega fyrri hluta. Ég teldi nú ráðlegra að sleppa því svona til að hafa vaðið fyrir neðan sig.“

Sjá nánar á vefnum Lúpínuseyði Ævars.
 
Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. desember 2011.