Spurt og svarað

06. ágúst 2008

Lús á meðgöngu

Sælar.
Ég smitaðist af höfuðlús komin 34 vikur af meðgöngunni. Ég notaði Nix hársápu í tvö skipti og fann enn lús í mér núna tveimur vikum eftir smit.  Samkvæmt ráðleggingum lyfjafræðings var ég að bera í mig Hedrin áburð sem á að virka betur.  Það sem mig langar að vita er varðandi blóðmissi annars vegar (þar sem ég hef verið að sjá þessum vágesti fyrir blóði í tvær vikur) og hins vegar áhrif þessara meðala á barnið mitt (leiðbeiningar með lyfjunum, upplýsingar á netinu og ráðleggingar fagaðila eru missaga).

Með von um að fá svar við þessari fyrirspurn þar sem mér líður rosalega illa yfir því sem orðið er og er gráti næst yfir að hafa fundið lifandi lús í þriðja sinnið.
Með fyrirfram þökk...


Komdu sæl.

 

Blóðmissirinn er lítill þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, en þú getur beðið ljósmóðurina þína að mæla hemoglobinið hjá þér til að vera alveg viss.

Engin reynsla er af notkun Nix hársápu á meðgöngu og því get ég ekki sagt þér hvort það hefur hugsanlega einhver áhrif á barnið en það er samt ólíklegt þar sem þú ert svo langt gengin með.  Hedrin áburðurinn á hinsvegar ekki að frásogast í gegnum húðina og hefur þar af leiðandi engin áhrif á barnið.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. ágúst 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.