Spurt og svarað

28. janúar 2015

Lyf og meðganga

Er búið að rannsaka það eitthvað af alvöru hvort lyf við ADD og ADHD séu leyfileg á meðgöngu? Á lyfjaboxum stendur yfirleitt að þau séu ekki æskileg inntöku en það stendur nánast á öllum lyfjum til þess að fría lyfjarisann ábyrgð. En mig langar að vita hvort þessi lyf séu sett í sama flokk og léttvín á meðgöngu eða hvort þau séu hættulegri en það?

 
Heil og sæl, það kemur reyndar ekki fram hjá þér nákvæmlega hvaða lyf er um að ræða. En það þarf að skoða mjög vel hvaða lyf um ræðir og meta í hverju einstöku tilfelli fyrir sig hvort ávinningur af lyfjatöku sé meiri en áhættan við að taka lyfið. Oftast nær eru þessi  varnaðarorð vegna þess að áhrif lyfs  á fóstur eru ekki nægjanlega vel rannsökuð  þar sem að mjög erfitt er að gera rannsóknir á ófrískum konum og áhrifum lyfja á ófædd börn þeirra. Það er siðferðilega ekki rétt að gera svoleiðis rannsóknir. Það er erfitt að bera saman áhrif léttvíns og lyfja. Lyfin þarf jú að taka daglega í flestum tilfellum. Það þarf heldur enginn á léttvíninu að halda heilsu sinnar vegna á meðan að konur þurfa oft nauðsynlega á lyfjum að halda hvort sem þær eru ófrískar eða ekki.  

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.01.2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.