Lyf við ógleði

04.10.2006

Hæ!

Ég er ófrísk af þriðja barni og er komin u.þ.b. 9 vikur á leið. Vandamálið hjá mér er að ég er nánast ófær um að sinna heimili og námi vegna ógleði. Ógleðin varir allan sólahringinn, stundum vakna ég á nóttunni með ógleði. Ég kasta upp nokkru sinnum á dag, mér finnst öll lykt mjög vond og hef einnig ekki mikla lyst á mat. En ég held að ég sé að fá næga næringu. Ég verð bílveik og þarf að kasta upp þó að ég sé sjálf að keyra bílinn. Ég er að fara til læknis á eftir nokkra daga, og var að spá í að biðja hann um eitthvað við ógleðinni, en ég hef heyrt að það geti verið skaðlegt fóstrinu? Hvað segið þið um það? Er það rétt?

Kveðja, ein með mikla ógleði.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Þú ættir að finna svör við spurningum þínum fyrirspurnum um Postafen og Koffínátín hér á síðunni en það eru lyf sem stundum er gripið til þegar konur eru mjög slæmar af ógleði á meðgöngu. 

Vona að allt gangi vel hjá þér.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. október 2006.