Spurt og svarað

27. nóvember 2006

Lyftingar á meðgöngu

Sæl og þúsund þakkir fyrir þennan frábæra vef.
Ég hef alltaf verið mjög aktív manneskja og hef æft 6-7 sinnum í viku og
þar á meðal lyft reglulega. Ég er komin 7 vikur á leið, er eitthvað sem
mælir gegn því að ég haldi því áfram (kannski ekki alveg jafn stíft)þá
meina ég að lyfta?
Kv. RR


Sæl RR!
Fyrir konu eins og þig sem er vön því að æfa mikið er alveg sjálfsagt að halda áfram að æfa þó þú sért með barni.
Þú skalt þó vera vakandi fyrir því sem líkaminn segir þér og fara rólega í sakirnar. Meðganga er ekki rétti tíminn til að byggja upp vöðvamassa með miklum lyftingum. Þér er alveg óhætt að lyfta stundum, en veldu æfingarnar vel og ekki þyngja lóðin umfram það sem þú þolir vel. Rösk ganga, létt hlaup, sund, hóptímar og yoga henta konum vel á meðgöngu og kannski getur þú breytt æfingaprógrami þínu svolítið á þessu tímabili.
Mundu bara að hvaða æfingar sem þú stundar þá er mikilvægt að drekka vel!

yfirfarið 29.10.2015


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.