Lyftingar á meðgöngu

27.11.2006

Sæl og þúsund þakkir fyrir þennan frábæra vef.
Ég hef alltaf verið mjög aktív manneskja og hef æft 6-7 sinnum í viku og
þar á meðal lyft reglulega. Ég er komin 7 vikur á leið, er eitthvað sem
mælir gegn því að ég haldi því áfram (kannski ekki alveg jafn stíft)þá
meina ég að lyfta?
Kv. RR


Sæl RR!
Fyrir konu eins og þig sem er vön því að æfa mikið er alveg sjálfsagt að halda áfram að æfa þó þú sért með barni.
Þú skalt þó vera vakandi fyrir því sem líkaminn segir þér og fara rólega í sakirnar. Meðganga er ekki rétti tíminn til að byggja upp vöðvamassa með miklum lyftingum. Þér er alveg óhætt að lyfta stundum, en veldu æfingarnar vel og ekki þyngja lóðin umfram það sem þú þolir vel. Rösk ganga, létt hlaup, sund, hóptímar og yoga henta konum vel á meðgöngu og kannski getur þú breytt æfingaprógrami þínu svolítið á þessu tímabili.
Mundu bara að hvaða æfingar sem þú stundar þá er mikilvægt að drekka vel!

yfirfarið 29.10.2015