Lýsi á meðgöngu

31.01.2011

Takk fyrst af öllu fyrir frábæran vef.

Ég hef verið að skoða svörin ykkar varðandi Pregnacare og lýsi og er ekki alveg viss um að ég skilji ráðleggingarnar. Í svarinu sem ég fann er talað um krakkalýsi en ég vil taka lýsi inn í hylkjum. Er í lagi að taka Pregnacare og lýsistöflur  saman? Í Pregnacare er ekkert A vítamín og ekki fullur ráðlagður skammtur af D vítamíni. Í svarinu er sagt að A vítamín sé nauðsynlegt og að líklega þurfi ófrískar konur að taka inn D-vítamín þar sem við erum á svo norðlægum slóðum - ekki síst núna í janúar! Ég hef verið að taka Pregnacare og tek svo 3 lýsistöflur með (6 töflur er ráðlag›ur dagskammtur). Erþetta í lagi?

Hlakka til að heyra í ykkur!


Komdu sæl.

Þar sem ekki er A vítamín í Pregnacare er í góðu lagi að taka það og lýsi saman.  Þú ættir að taka allar 6 töflurnar á dag af lýsisperlunum.

D vítamín er nauðsynlegt þar sem sólar nýtur ekki mikið hér á landi.  Það er í raun nauðsynlegt öllum ekki síst ófrískum konum. 

A vítamín er líka nauðsynlegt en á meðgöngu þarf að passa að það fari ekki langt yfir ráðlagðan dagsskammt þar sem það getur haft óæskileg áhrif á augun í barni í móðurkviði.

Kveðja
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. janúar 2011.