Spurt og svarað

25. september 2011

Lýsistöflur í leggöng?

Hæ, hæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég hef verið að heyra að það geti verið sniðugt að setja lýsis og/eða omega 3 töflur hátt uppí leggöng frá viku 37 til að gera leghálsinn fínan og teygjanlegan þegar nær dregur. Er þetta satt eða bara eitthvað bull sem er á sveimi?


Sælar!

Ég hef ekki heyrt af þessu og veit ekki til þess að þetta virki. Ef einhver veit meira um þetta þá væri forvitnilegt að heyra af því.

Ráðlegg ykkur að prófa ekki svona aðferðir nema rannsóknir á gagnsemi og öryggi liggi fyrir.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. september 2011.


Eftirfarandi bréf barst okkur frá Eydísi Hentze þann 28. september. Þetta skýrir e.t.v málið en með þessu fylgdu ekki tilvísanir í rannsóknir:

Sá fyrirspurn um lýsistöflur í leggöng. Giska á að þarna hafi einhver ruglast í ríminu. Kvöldrósarolía, og reyndar ýmsar aðrar, innihalda prostaglandín og hefur mörgum gagnast að leggja 1-2 hylki af kvöldrósarolíu við legháls reglulega frá 37. viku meðgöngu og mýkir það þá leghálsinn.
Eftir að hafa skoðað þessa notkun kvöldrósarolíunnar talsvert hef ég ekki getað fundið neinar „kontraindikasjónir“ [frábendingar]. Hinsvegar ég hef heyrt frá Carol Gautschi, bandarískri ljósmóður, að lýsi hafi prostaglandín-letjani áhrif og ræður hún fjölbyrjum sem hafa sögum um langa meðgöngu, frá því að taka inn lýsi síðustu vikur meðgöngu.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.