Appleslim á meðgöngu

08.09.2009

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Mig langaði til að forvitnast um hvort þungaðar konur mættu taka eplaedik í töfluformi, svokallað Appleslim?

Kveðja, ein komin rétt 7 vikur.


Sæl og blessuð!

Það er ekki ráðlegt að taka inn fæðubótarefni úr eplaediki þar sem áhrif þess á meðgöngu eru ekki þekkt. Það er talið óhætt að nota eplaedik í hófi og til matargerðar en ekki í töfluformi þar sem magnið er þá meira en getur talist hóflegt.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. september 2009
.

Heimild: http://weight-loss.emedtv.com/apple-cider-vinegar/apple-cider-vinegar-and-pregnancy.html